Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árlegt Bókakonfekt á sunnudag
Þriðjudagur 29. nóvember 2011 kl. 09:14

Árlegt Bókakonfekt á sunnudag

Einar Falur Ingólfsson, Guðmundur Andri Thorsson, Sigurður Pálsson og Vigdís Grímsdóttir munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum á Bókakonfekti í listasal Duushúsa sunnudaginn 4. desember kl. 14:00. Eymundsson mun selja bækur höfundanna á staðnum og hægt verður að fá þær áritaðar. Karlakvartettinn Kóngarnir flytur tónlist milli upplestra en hann er skipaður Einari Gunnarssyni, Elmari Þór Haukssyni, Kristjáni Jóhannssyni og Sveini Sveinssyni. Stjórnandi og undirleikari er Arnór Vilbergsson.

Bókakonfektið er árlegur menningarviðbuður á vegum Bókasafns Reykjanesbæjar, í samvinnu við menningarfulltrúa bæjarins og Eymundsson. Dagskráin er styrkt af menningarráði Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024