Árleg skötumessa í Gerðaskóla
Össur Skarphéðinsson verður ræðumaður kvöldsins.
Skötumessan 2015 verður haldin í Miðgarði Gerðaskóla í Garði miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00. Að venju er fjölbreytt skemmtidagskrá; Dói og Baldvin, Grænir vinir, Einar Freyr, Sigurður Smári, Rúnar Þór og hljómsveit. Ræðumaður verður Össur Skarphéðinsson alþingismaður.
Styrkveitingar verða til einstaklinga og félagasamtaka frá Skötumessunni og gestum í sal.