Árleg páskereið Mána í dag
Árleg páskareið Hestamannafélagsins Mána var í dag, skírdag. Tugir hestamanna á öllum aldri mættu í reiðina og hesthúsabyggðin að Mánagrund var tæmd. Allir hestarnir voru drifnir með í reiðina, enda ekki yfir neinu að hanga - fyrir hrossin!Nú var riðið fyrir ofan byggðina í Keflavík og Njarðvík og inn á Fitjar. Frekari sögum fer ekki af ferðalaginu hér, nema hvað allir skiluðu sér í hús síðdegis, þreyttir og sælir. Meðfylgjandi ljósmynd tók Hilmar Bragi við upphaf ferðar í dag. Þar sem hann var á vélknúnu ökutæki fékk hann ekki að fara lengra, eins og skiltið á myndinni segir til um. Í baksýn er Leifsstöð.