Árleg Jónsmessuganga á laugardaginn
Jónsmessuganga Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar verður farin laugardaginn 22. júní. Gangan hefst kl. 19:00 og lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur. Gengið verður upp á fjallið Þorbjörn þar sem varðeldur verður tendraður. Áætlað er að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund.
Gunnar og Hebbi úr hljómsveitinni Skítamóral munu spila tónlist við varðeldinn á fjallinu. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og eru þátttakendur á eigin ábyrgð.
Þeir sem vilja slaka á í Bláa Lóninu að göngu lokinni eru beðnir um að bóka tímanlega á heimasíðu Bláa Lónsins – www.bluelagoon.is og greiða fyrir það sérstaklega. Bláa Lónið er opið til 23:00 en hægt er að slaka á ofan í lóninu til 23:30.