Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árgangur 1942 hittist á Ljósanótt
Mánudagur 27. ágúst 2012 kl. 12:29

Árgangur 1942 hittist á Ljósanótt

Hefð er orðin fyrir því að árgangar komi saman í tenglum við ljósanótt Í Keflavík og margir brottfluttir nota tækifærið og heimsækja þá gamla bæinn sinn.   Í tilefni af stórum áfanga á árinu 2012 ætlar árgangur 1942 úr Keflavík og Njarðvík að koma saman.  Þessi árgangur var saman í Gagnfræðaskóla Keflavíkur og fermdist saman.

Meiningin er að hittastí súpu og kaffi á 2. hæð Icelandair hotel (Rauða sal) að Hafnargötu 57 í Keflavík kl. 11:30 laugardaginn 1. september.   Síðan er áætlað að fara saman í árgangagönguna.

Ágæt þátttaka er og jafnvel dæmi um að einstaklingar sem búsettir hafa verið lengi erlendis mæti.  Hafi einhverjir ekki skráð sig er enn tækifæri.  Frekari upplýsingar fást á Facebook síðunni „Árgangur 1942 Keflavík“ eða hjá Sólveigu í síma 8952550 eða Þórdísi í síma 898 5486.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024