Arfur breyttrar verkmenningar
- ljósmyndasýning um Garðveg 1 í Sandgerði
Þekkingarsetur Suðurnesja opnar ljósmyndasýninguna „Garðvegur 1 - Arfur breyttrar verkmenningar“ nk. laugardag, 29. ágúst, kl. 13 í húsnæði Þekkingarsetursins að Garðvegi 1 í Sandgerði. Sýningin er opin alla helgina frá kl. 13-17 og aðgangur ókeypis.
Húsnæði Þekkingarsetursins hefur mikla sögu að geyma og á sýningunni er saga þess sögð í máli og myndum.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja styrkti uppsetningu sýningarinnar sem er hluti af dagskrá Evrópska menningarminjadagsins 2015 en þema ársins er arfur verk- og tæknimenningar.