Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Áratugur síðan Norðurbær og Suðurbær mættust fyrst
Mánudagur 8. maí 2017 kl. 13:48

Áratugur síðan Norðurbær og Suðurbær mættust fyrst

- Myndband sem fangar stemminguna

Hverfin Norðurbær og Suðurbær hafa att að kappi í fótboltaleik á Sandgerðisdögum undanfarinn áratug. Í tilefni af tíu ára afmælinu hefur verið gefið út myndband sem tekið var upp á leiknum síðasta haust.

Mótið verður næst haldið 25. ágúst næstkomandi og hefst skráning á næstu dögum. Í myndbandinu má upplifa spennuþrungið andrúmsloftið og stemminguna sem ríkir þegar hverfin mætast og ekkert er gefið eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndbandið var unnið af Garðar Ólafs Photography.