Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Árásin á Goðafoss fékk húsfylli
Sunnudagur 5. júní 2011 kl. 13:21

Árásin á Goðafoss fékk húsfylli

Erindi um árásina á Goðafoss sem flutt var á Byggðasafninu í Garði í gærdag fékk húsfylli. Eftir að þeir Þór Whitehead og Jón Ársæll Þórðarsson höfðu sagt söguna var opnuð sýning á myndinni Árásin á Goðafoss á Byggðasafninu á Garðskaga sem gerð var eftir handriti Jóns Ársæls Þórðarsonar og Þórs Whitehead í leikstjórn Björns B. Björnssonar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þór Whitehead var með frásögn um slysið og stöðu Garðskagans í stríðinu en þar reistu Bretar fyrsta flugvöll sinn á Íslandi og miðunarstöð. Á svæðinu við flugvöllinn nálægt Hólavöllum er nú verið að grafa upp skotgrafir sem voru til varnar flugvellinum en í ár eru 70 ár liðin frá komu Breta á Garðskaga.


Jón Ársæll og Björn B. Björnsson sögðu frá gerða myndarinnar en 10. nóvember 1944 er enn mörgum eldri Garðmönnum og Sandgerðingum í fersku minni. Fjöldi manns sá þegar Goðafoss varð fyrir tundurskeytinu frá kafbátnum U-300 og skipið lyftist í sjónum og miklar drunur fylgdu í kjölfarið. Í árásinni fórust 42 sem voru um borð í Goðafossi, þar af 24 sem voru í skipinu áður en það bjargaði sjómönnum af breska olíuskipinu Shirvan skömmu fyrir árásina.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson