Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laugardagur 22. desember 2001 kl. 03:53

Áramótafagnaður í Bláa lóninu til styrktar líknarmálum

Glæsilegur áramótafagnaður verður haldinn í Bláa lóninu laugardaginn 29. desember kl. 19:00. Kvöldið er samstarfsverkefni Bláa lónsins og Lions og mun ágóði af skemmtuninni renna til líknarmála á Suðurnesjum. Sveinn Sveinsson, veitingastjóri Bláa lónsins, og Axel Jónsson, veitingamaður og fulltrúi Lions, hafa veg og vanda af skipulagningu kvöldsins.

Kvöldið hefst með fordrykk og canape við undirleik strengjasveitar. Diddú mun syngja fyrir gesti kvöldsins og hljómsveiting Saga Class leikur fyrir dansi.

Borðapantanir og upplýsingar veita Lionsklúbbur Keflavíkur, Axel Jónsson í síma 892 3376 og Bláa lónið, Sveinn Sveinsson, í síma 420 8813
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024