Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Appelsínugulur áróður eða bara hressing?
Fimmtudagur 11. maí 2006 kl. 18:54

Appelsínugulur áróður eða bara hressing?

Gestir á íbúafundi í Akurskóla í gær fengu allir Appelsín eins og þeir gátu í sig látið og kartöfluflögur að auki. Appelsínugulur drykkurinn og appelsínugult snakkið var í litum A-listans, sem reyndar hafði nælt barmmerki með listabókstaf sínum á snakk-pokana.

Dulbúinn kosningaáróður í Egils Appelsíninu og Doritos flögunum eða bara góð hressing? A.m.k. létu vel af hressingunni fyrir fundinn.

Mynd: Appelsín og snakk fyrir fundargesti á íbúafundi bæjarstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024