Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Annar dagur heilsuviku
Þriðjudagur 22. september 2009 kl. 09:02

Annar dagur heilsuviku


Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ hófst í gær en markmiðið með henni er að efla vitund starfsmanna og allra bæjarbúa um heilsu og forvarnir. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklingar taka þátt í dagskrá vikunnar með ýmsum hætti.

Snemma í morgun hófst dagskrá með ljóðalestri í heilsusamlegu umhverfi Vatnaveraldar eða Ljóðaslammi Helga Þórs Einarssonar.  Á heilsugæslustöðinni verður boðið upp á blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar auk fræðslu frá klukkan hálftíu fram að hádegi. Leikskólabörn á Tjarnarseli bjóða upp á gönguferð um söguslóðir í nágrenni skólans kl. 10.
Eftir hádegi er skákmót skákfélags Bjargarinnar og opið hús hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja. Síðdegis verður kynning í Duus-húsum á rannsókn um hagi og líðan barna í grunnskólum Reykjanesbæjar og kl 19:30 verður geðræktarganga frá Björginni. Þetta er á meðal þess sem er á dagskrá heilsuvikunnar í dag en nánari dagkrárliði og tímasetningar er hægt að sjá í prentaðri dagskrá sem dreift var í hús í gær.

Einnig er hægt að nálgast dagskrána í netinu hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024