Anna Ósk í Capture Magazine
Eitt útbreiddasta ljósmyndatímarit Ástralíu, Capture Magazine, birti á dögunum umfjöllun á heilli opnu um ljósmyndarann Önnu Ósk Erlingsdóttur sem búsett er í Sandgerði. Anna Ósk flutti á heimaslóðirnar í Sandgerði fyrir nokkru síðan eftir að hún lauk ljósmyndanámi í Ástralíu frá TAFE Sunshine Coast listaskólanum.
Áherslur Önnu eru í listrænni portrett- og tískuljósmyndum og er umfjöllun Capture Magazine til marks um aukinn áhuga á ljósmyndum hennar sem þykja sérstakar fyrir persónulegan stíl og nálgun ljósmyndarans á viðfangefni sitt bæði í töku og vinnslu.
Ekki er langt síðan Víkurfréttir birti opnu með ljósmyndum Önnu,
sjá hér: http://vf.is/Tolublod/Sudurnes//1/1206/14/default.aspx
og hér: http://vf.is/Tolublod/Sudurnes/1/1206/15/default.aspx
Efri mynd: Anna Ósk Erlingsdóttir.
Neðri mynd: Opnan úr Capture Magazine.