Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Anna Margrét fékk Lionsbílinn
Friðrik Ragnarsson afhendir Önnu Margréti bílinn góða.
Fimmtudagur 27. desember 2018 kl. 09:41

Anna Margrét fékk Lionsbílinn

Anna Margrét Ákadóttir datt heldur betur í lukkupottinn í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Hún vann aðalvinninginn, Toyota Aygo X, en dregið var í happdrættinu að kvöldi Þorláksmessu.

Happdrættið er stærsta fjáröflun Lionsklúbbs Njarðvíkur og ávallt seljast allir miðarnir, enda til mikils að vinna. Tólf vinningar eru í boði en það kom í hlut elsta Lionsmannsins í klúbbnum að draga út aðalvinninginn og svo draga börn út næstu ellefu vinningana að viðstöddum fulltrúa sýslumanns.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vinningsnúmer ársins 2018 eru:

1. 606

2. 72

3. 456

4. 1395

5. 573

6. 2102

7. 1737

8. 2372

9. 1315

10. 1656

11. 1054

12. 1915

Elsti félagi Lionsklúbbsins, Ólafur Magnússon, fékk að draga fyrsta vinninginn, eitt stykki Toyota Aygo X. Ásgeir Eiríksson, fulltrúi sýslumanns fylgist með.