Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Aníta Lóa Íslandsmeistari í flokki fullorðinna
  • Aníta Lóa Íslandsmeistari í flokki fullorðinna
Mánudagur 3. mars 2014 kl. 09:30

Aníta Lóa Íslandsmeistari í flokki fullorðinna

Aníta Lóa Hauksdóttir úr Reykjanesbæ og Pétur Fannar Gunnarsson urðu um helgina Íslandsmeistarar í 10 dönsum í fullorðinsflokki en keppt var í íþróttahúsinu við Austurberg.

Með sigrinum unnu þau Pétur og Aníta sér inn rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu sem haldið verður í Riga í Lettlandi í október auk þess sem þau keppa á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu í næsta mánuði.

Sigurður Mar Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir urðu í öðru sæti og þau Birkir Örn Karlsson og Rakel Matthíasdóttir í þriðja sæti.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024