Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Andrea Lind sigraði með Wrecking Ball
Andrea Lind Hannah fór með sigur af hólmi í Hljóðnemanum 2013.
Fimmtudagur 14. nóvember 2013 kl. 10:57

Andrea Lind sigraði með Wrecking Ball

Andrea Lind Hannah fór með sigur af hólmi í Hljóðnemanum 2013, söngvakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Andrea Lind söng Wrecking Ball með Miley Cyrus.

Ásdís Rán Kristjánsdóttir hafnaði í öðru sæti. Hún flutti Bítlalagið Let It Be.

Þá varð Sigurður Smári Hansson í þriðja sæti. Hann flutti Your man með Josh Turner.

Húsfyllir var í Stapanum í gærkvöldi þar sem keppnin fór fram. Uppistandararnir Bergur Ebbi og Dóri DNA sáu um kynningar kvöldsins og fóru með gamanmál. Þá var sýndur dans og flutt tónlistaratriði.

Í kvöld er svo Hlóðnemaballið í Stapa og þar eru engar smá kanónur að spila. Fyrst skal nefna hljómsveitina Retro Stefson. Einnig koma fram Hermigervill og þeir Tósi Ljósár og DJ Set.



Ásdís Rán Kristjánsdóttir - 2. sæti.



Sigurður Smári Hansson - 3. sæti.








 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024