Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Andakt í áhyggjuleysi í Keflavíkurkirkju
Föstudagur 24. október 2008 kl. 13:37

Andakt í áhyggjuleysi í Keflavíkurkirkju



Andakt í áhyggjuleysi í Keflavíkukirkju verður haldið í þriðja sinn á mánudagsmorgun þann 27. október kl. 8:30.
Fólki er boðið að mæta í kirkjuna, njóta tónlistar og íhugunar áður en vinnuvikan hefst. Hjördís Kristinsdóttir, umsjónarmaður kirkju- og kirkjugarða, segir að 10-15 manns hafi komið til að njóta stundarinnar sem er öllum opin. Kyrrðarstundin er tilkomin vegna ástandsins í þjóðfélaginu og hugmyndin var að opna kirkjuna fyrir fólk sem væri t.d. að missa vinnuna.
Það eru allir velkomnir í kirkjuna til að eiga notalega stund, njóta tónlistar og þiggja kaffi að samveru lokinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024