Ánægjulegt framtak hjá eldri borgurum
Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið með sölu á jólakortum Félags eldri borgara á Suðurnesjum, og einnig þeim sem lögðu vinnu í útgáfu kortsins og gerðu okkur kleift að hrinda þessu í framkvæmd. Við þökkum góðar móttökur fólks og almenna ánægju með framtakið. Ágóðinn rennur til félagsstarfa aldraðra, meðal annars til Eldeyjarkórsins og leikfimitímanna sem hefjast þann 11. janúar og verða í íþróttahúsinu við Sunnubraut á föstudögum klukkan 11.00 og mánudögum klukkan 10.00 og við hvetjum alla eldri borgara að koma og notfæra sér þetta tækifæri til aðkoma með okkur í heilsuátak.
Gleðilegt ár,
Margrét Friðriksdóttir og Guðrún Sigurbergsdóttir
Gleðilegt ár,
Margrét Friðriksdóttir og Guðrún Sigurbergsdóttir