Ánægð með snjóinn
Þessir vösku krakkar úr Akurskóla urði á vegi ljósmyndara Víkurfrétta í gær. Hjá þeim ríkti almenn ánægja með snjókomuna undanfarna daga og höfðu þeir búið til þessa veglegu snjókúlu. Markmiðið var svo að stækka hana enn meira og/eða rúlla henni á gangstéttum um hverfið.