Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Ánægð með frumkvæðið“
Mánudagur 6. febrúar 2006 kl. 13:19

„Ánægð með frumkvæðið“

Stofnfundur hópastarfs MS fólks í Reykjanesbæ fór fram í Sjálfsbjargarhúsinu í gær og var Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður MS félags Íslands, sátt við mætinguna.

„Það mættu nokkrir sjúklingar og nokkrir aðstandendur og var fólk fullt ákafa og starfið á eftir að spyrjast út og vinda upp á sig,“ sagði Sigurbjörg í samtali við Víkurfréttir. „Þarna er farvegur fyrir MS sjúklinga til þess að hitta aðra með sama sjúkdóm og deila reynslu sinni.“

Á stofnfundinn mætti Sigurbjörg ásamt Þuríði Sigurðardóttur, MS hjúkrunarfræðingi og framkvæmdastjóra dagvistar MS félags Íslands. Ásamt þeim var kveikjan að hópastarfinu, Auður Ingvarsdóttir MS sjúklingur í Reykjanesbæ.

„Ég er mjög ánægð með þetta frumkvæði Auðar og þeirra Suðurnesjamanna sem mættu á fundinn en þau munu fá alla þá aðstoð sem MS félag Íslands getur veitt þeim í sínu starfi. Hópastarf af þessu tagi er einmitt það sem við í MS félaginu viljum sjá. Þetta eru óformlegir fundir en elsta hópastarf MS félagsins er á Akureyri og er um 15 ára gamalt. Einnig er hópastarf í Reykjavík og á Selfossi en hópastarf er í bígerð bæði fyrir vestan og austan,“ sagði Sigurbjörg að lokum.

Sigurbjörg sagði einnig að erfitt væri fyrir flesta að mæta á fyrsta fundinn en þeir sem mættu hefðu góða reynslu af. Auk þess sagði hún að hópastarfi MS félagsins í Reykjanesbæ stæði til boða aðstoð MS félagsins t.d. með því að fá fyrirlesara á fundi hópastarfsins.

Ráðgert er að hópastarfið hittist einu sinni í mánuði í Reykjanesbæ

VF – mynd/ Jón Björn: Frá vinstri: Sigurbjörg Ármannsdóttir, Auður Ingvarsdóttir og Margrét Sigurðardóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024