Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Amma kynnti Jesú fyrir mér
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 1. mars 2020 kl. 07:28

Amma kynnti Jesú fyrir mér

segir Guðbjört Líf Karlsdóttir, Garði sem fermist í vor

„Allt líf mitt hef ég trúað á Guð og hef alltaf verið í kirkjunni með ömmu. Ég byrjaði að syngja í kirkjukór með systur minni og leið vel með það. Ég bið og hugsa um trú. Mér finnst Guð vernda mig, hjarta mitt og huga minn að ég hugsi fallega,“ segir Guðbjört Líf Karlsdóttir, Garði sem fermist í vor.

„Amma mín er sú sem kynnti Jesú fyrir mér. Alltaf þegar ég gisti hjá henni þá bað hún með mér og fór með bænir með mér. Nú er ég hrikalega spennt að fara að fermast bráðum. Það er mjög skemmtilegt að vera hjá séra Sigurði. Það er gaman að syngja hjá honum og læra það sem hann er að kenna og segja okkur um Jesú. Ég held veislu fyrir fjölskyldu og vini og það verður örugglega matur því mér líkar ekki að borða kökur. Ég verð í kjól í kirkjunni með bleikum blómum, kjól sem mamma mín fermdist í og langamma mín saumaði. Í veislunni verð ég í nýjum jakkafötum úr vínrauðu flaueli. Mamma ætlar að laga hárið mitt en mig langar að hafa það léttkrullað með litlum, bleikum blómum. Svo langar mig að setja á mig gervineglur, mig langar að prófa það en ég fer ekki í ljós eða neitt svoleiðis. Ég hlakka voða mikið til. Nú er fullt að læra en mér finnst spennandi að læra um Jesú og finn oft að hann er með mér.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024