AMERÍSKUR LISTAMAÐUR MEÐ MÁLVERKASÝNINGU Í SVARTA PAKKHÚSINU
John DuBose heldur málverkasýningu í Svarta Pakkhúsinu dagana 12.-14. nóvember. Sýningin er opin frá kl.18-21. Málverkin sýna flest fjölskylduna og fjölskyldulífið í ýmsum myndum en Persaflóastríðið er einnig meðal viðfangsefna listamannsins.John DuBose er frá New York og starfar nú sem afleysingakennari á Keflavíkurflugvelli. Hann er með vinnustofu að Sólvallagötu 45 í Keflavík.