Amerísk tónlistarvika í Reykjanesbæ
Dagana 18. – 22. október munu Reykjanesbær og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hleypa af stokkunum sérstakri tónlistarviku og „master classes“ í umsjá þekktra bandarískra tónskálda og flytjenda. Master classes verða haldnir í Reykjanesbæ, Tónlistarskóla FÍH og Listaháskóla Íslands. Tónleikar verða m.a. haldnir í STAPA og er aðgangseyrir kr. 2.000 en ókeypis fyrir eldri borgara og nema.
Meðal þátttakenda í tónlistarvikunni eru Beth Anderson, Barbara Harbach, Haskell Small og hinn óviðjafnanleg Jazz Bob Ackerman. Þeir eru allir fulltrúar Jeffrey James Arts Consultants í New York en Jeffrey James mætir einnig í eigin persónu og heldur sömuleiðis fyrirlestur um málefni tónlistariðnaðarins.
Meðal verka á tónleikum í STAPA þann 21. október, verður frumflutningur á verki eftir Eirík Árna Sigtryggsson sem hann skrifaði sérstaklega fyrir Adolphe saxófónkvartettinn og þennan viðburð.
Hluti viðburðanna fer einnig fram í Grindavík og Reykjavík.
Tónleikadagskrá
19. október kl. 20:00 – STAPI – Haskell Small, tónskáld og píanisti
20. október kl. 20:00 – Grindavíkurkirkja – Barbara Harbach, tónskáld og organisti
20. október kl. 20:00 – Norræna húsið – Beth Anderson, tónskáld (Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla)
21. október kl. 20:00 – STAPI – Hátíðarkammertónleikar (Ackerman, Anderson, Harbach, Small, Eiríkur Árni)
22. október kl. 21:00 – Risið – Kvartett Bob Ackerman (gestaleikari Bob Hanlon )