Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hlutu Eyrarrósina
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar, sem haldin er í Garði, hlaut Eyrarrósina í dag. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni og fá forsvarsmenn Ferskra vinda tvær milljónir króna í verðlaunafé.
Alls bárust 33 umsóknir og voru sex verkefni tilnefnd, í dag fór fram hátíðleg athöfn í Egilsbúð í Neskaupstað en þungarokkshátíðin Eistnaflug, sem haldin er á Neskaupstað ár hvert hlaut Eyrarrósina í fyrra.
Eliza Reid, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenti verðlaunin.
Ferskir vindar hefur verið haldin fimm sinnum í Garðinum en sl. janúar tóku 42 listamenn af 21 þjóðerni þátt í henni.
Markmið Eyrarrósarinnar er að hvetja til fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista á starfssvæði Byggðastofnunar. Viðurkenningin hefur verið veitt frá árinu 2005. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík standa í sameiningu að Eyrarrósinni