Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alþjóðleg tónlistarhátíð á Ásbrú í sumar
Fimmtudagur 4. apríl 2013 kl. 16:56

Alþjóðleg tónlistarhátíð á Ásbrú í sumar

Úrval erlendra hljómsveita

Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow's Parties kemur til Íslands helgina 28.-29. júní nú í sumar. Á hátíðinni, sem haldin verður á gömlu herstöðinni Ásbrú, mun koma fram úrval erlendra hljómsveita ásamt hópi íslenskra sveita en allar hljómsveitir sem fram koma verða tilkynntar 16. apríl næstkomandi.

ATP var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi og hafa viðburðir á vegum ATP verið haldnir víða um heim við mjög góðan orðstír. Íslenskir tónlistarmenn, eins og Sigur Rós, múm, Mugison og Botnleðja hafa komið fram á hátíðinni og ófáir íslenskir tónlistarunnendur sótt hana heim. Alls munu um 20 hljómsveitir koma fram á hátíðinni.

Barry Hogan, stofnandi ATP, segir: „Við erum mjög spennt yfir komu ATP til Íslands. ATP hefur sterka tengingu við Ísland og hljómsveitirnar sem munu koma fram tryggja það að þetta verður ógleymanlegur viðburður. Ísland er fallegt land og það er heiður að vinna með frábærum skipuleggjendum þar og á svona einstökum stað eins og fyrrum NATO herstöðin í Keflavík er,” frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

Á hátíðarsvæðinu verða tvö svið sem bæði eru innandyra, auk annars konar skipulagðrar dagskrár sem felur meðal annars í sér kvikmyndasýningar, Popppunkt, fótboltamót þar sem hljómsveitir etja kappi við gesti hátíðarinnar o.fl. Á hátíðina verða aðeins seldir fjögur þúsund miðar. Aldurstakmark á hátíðina er 20 ár.

Umfang hátíðarinnar fer sífellt stækkandi en hún hefur ávallt haft það að leiðarljósi að aðgreina sig frá stórum hátíðum sem fjármagnaðar eru af stórum styrktaraðilum.  Það gerir hún með því að halda hátíðum sínum smáum í sniðum þannig að nándin sé mikil en hátíðin er einkar „fan-friendly” eins og lýst er á heimasíðu hátíðarinnar. Yfirleitt er tónlistardagskráin í höndum ákveðinnar hljómsveitar eða listamanns. Barry Hogan, stofnandi ATP, lýsir hátíðinni þannig: „ATP er eins og gott mixtape”. Hljómsveitirnar sem spila á hátíðinni geta komið úr hvaða tónlistarstefnu sem er (eða jafnvel öllum!).

Á meðal þeirra sem hafa verið listrænir stjórnendur á hátíðinni eru Nick Cave & The Bad Seeds, Mike Patton, My Bloody Valentine, Portishead, Sonic Youth, Slint og Tortoise.

Miðasala er hafin á www.atpfestival.com og er takmarkað magn miða fáanlegt á sérstöku tilboðverði til 16. apríl. Sérstakt miðaverð til 16. apríl er:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

15.000 kr. án gistingu (ofan á þetta leggst bókunargjald)

65.700 kr. – tvö armbönd, gisting fyrir tvo í tvær nætur í twin herbergi (ofan á þetta leggst bókunargjald)