Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Alþjóðleg list á Keflavík Café
David Juárez Ollé málar listaverk á Keflavík Café sem mun opna á næstu dögum.
Föstudagur 3. febrúar 2017 kl. 06:00

Alþjóðleg list á Keflavík Café

Spænski listamaðurinn David Juárez Ollé var fenginn til að mála einn veggja nýja kaffihússins Keflavík Café sem verður opnað á næstu dögum í miðbæ Reykjanesbæjar. „Eigendurnir vildu gera kaffihúsið hlýlegt og líflegt og báðu mig að mála listaverk á vegginn. Þetta er kaffibaunaakur í Hondúras. Einnig má sjá kólibrífugl á trjágrein kaffibaunatrés, en hann má einnig finna í lógói kaffihússins sem ég hannaði,“ segir David um listaverkið. Listaverkið lífgar sannarlega upp á kaffihúsið og færir hugann til sólríkra sveita Mið-Ameríku á meðan sötrað er á kaffinu.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

David er búsettur í Kaupmannahöfn um þessar mundir en kemur frá Barcelona í Katalónínu. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2009. „Ég kolféll fyrir landinu og hef komið mjög oft síðan þá. Ég hef kynnst mikið af fólki og eignast vini hér. Ég dvel hjá vinum mínum á Guesthouse 1x6, en ég hef einnig gert listaverk á veggi þar og á Fernando’s.“