Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Alþjóðadagur læsis / Gaman saman hópurinn
Sunnudagur 16. september 2012 kl. 08:00

Alþjóðadagur læsis / Gaman saman hópurinn

Síðastliðinn föstudag  þann 7. september komu þær vinkonur okkar frá Nesvöllum þær nöfnurnar Guðrún Emilsdóttir, Guðrún Finnsdóttir og Guðrún Greipsdóttir í heimsókn í leikskólann Gimli í tilefni af alþjóðadegi læsis sem í ár bar upp á laugardaginn 8. september.

Þær nöfnur lásu sögur, fóru með þulur og kvæði við mikla hrifningu barna og kennara.
Þess má geta að þetta er fyrsta samverustund yngri borgara á Gimli og eldri borgara á Nesvöllum á þessari haustönn, í verkefninu  Gaman saman sem staðið hefur yfir í rúm sex ár. Verkefnið hefur nú þegar fest sig í sessi sem samfélagslegt verkefni þar sem kynslóðir miðla á milli sögum, ljóðum, söng, dansi og síðast en ekki síst ljúfri nærveru, virðingu og umhyggju. 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

 Þessar stundir eru alltaf jafn dýrmætar og við í leikskólanum Gimli svo lánsöm að eiga þessar yndislegu vinkonur og vini á Nesvöllum sem alltaf eru tilbúin til að taka þátt í starfinu með okkur.
Verkefnið Gaman saman hressir, bætir og kætir unga sem aldna.

Með bestu kveðju,
Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri á Gimli