Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Alþjóða psoriasis-dagurinn í Bláa lóninu
Miðvikudagur 24. október 2007 kl. 17:36

Alþjóða psoriasis-dagurinn í Bláa lóninu

Opið hús verður í Bláa Lóninu - Lækningalind laugardaginn 27. október í tilefni þess að Psoriasis-samtök víðsvegar um heiminn munu taka höndum saman 29. október næstkomandi þegar hinn árlegi Alheimsdagur psoriasis verður haldinn í fjórða sinn. Atburðurinn hefur það markmið að vekja fólk til umhugsunar um sjúkdóminn, bæta aðgengi að meðferðarúrræðum og stuðla að einingu og samhug psoriasissjúklinga.

Um 125 milljónir manna í heiminum þjást af psoriasis eða u.þ.b. 3% af íbúum heimsins. Alþjóða psorisis heimsdagur psoriasis er tækifæri til að fræða sjúklinga, lækna, hjúkrunarfólk og almenning um sjúkdóminn og hvetja til bætts aðgengis að meðferðarúrræðum.

Dagskráin í Bláa Lóninu er sem hér segir:

10.00 – 15.00 - Opið hús & frír aðgangur í lón heilsulindar fyrir gesti.

11:00 og 13: 00 - Esther Hjálmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur mun kynna núverandi og fyrirhugaðar rannsóknir á Blue Lagoon psoriasis meðferðinni. Ulla Uhrskov, móttökustjóri og næringafræðingur mun sýna á skemmtilegan hátt hvernig neyta má hollrar fæðu.

Eftir að verður boðið upp á léttar veitingar.

Mynd: Lækningalindin hlaut íslnesku byggingarverðlaunin um síðustu helgi. Þar verður opið hús næsta laugardag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024