Alþjóða hjartadagurinn
Alþjóða hjartadagurinn verður haldinn 30. september nk. Þema dagsins verður „Heilbrigt hjarta ævilangt“ en dagurinn er haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum um allan heim. Í tilefni dagsins er efnt til sk. Hjarta- og fjölskyldugöngu en gangan fer frá Sundmiðstöðinni í Keflavík kl. 14. Með Alþjóðlegum hjartadegi vilja samtök hjartasjúklinga um allan heim vekja athygli fólks á mikilvægu starfi Landssamtaka Hjartasjúklinga og annarra félaga. Hver sem er getur orðið félagi í Landssamtökunum og því kjörið tækifæri að gerast félagi á alþjóða hjartadeginu 30. september. Það er Félag hjartasjúklinga á Suðurnesjum sem stendur fyrir deginum í Reykjanesbæ en félagið leggur megináherslu á að koma upp fullkominni aðstöðu til endurhæfingar. Megin tekjuöflun félagsins er jólakorta og merkjasala auk þess sem söfnunarkúlur eru seldar í apótekunum í Keflavík og Grindavík. Félig vill koma á framfæri þökkum fyrir góðar móttökur og stuðning íbúa og Suðurnesjum og minnir á hjartagönguna 30. september nk.