Alsæl með ís á nýrri Hafnargötu
Helga Rún var alsæl með ísinn sem Helga amma hennar gaf henni þegar þær voru á ferð um nýju Hafnargötuna í Reykjanesbæ nú áðan. Starfsmenn Nesprýði voru hálf berrassaðir við að helluleggja götuna. Helgu Rún fannst gatan vera roslega flott hjá þeim en ísinn sem amma keypti í Ný-Ung var miklu flottari.Helga Rún vildi alls ekki stoppa lengi og tala við blaðamann, því ísinn var farinn að bráðna í hitanum og verðugt verkefni að borða ísinn áður en sólin bræddi hann.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson