Almenningur velkominn á Hljóðnemann
Nemendafélag Fjölbrautarskóla Suðurnesja stendur nú fyrir Hljóðnemanum sem fer fram í Stapa(num) annað kvöld kl. 19. Hljóðneminn er söngvakeppni skólans en þar fer fram keppni um hver fer fyrir hönd FS í söngvakeppni framhaldsskólanna.
Alls er 14 þátttakendur og verður spennan mikil um hver ber sigur úr bítum. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. verða kynnar og munu sjá til þess að skemmta fólki. Töframaðurinn Jón Arnór mun koma fram en hann lenti í 2. sæti í fyrstu þáttaröð Ísland Got Talent en einnig mun Danskompaní sýna listir sínar. Dómarar keppnarinnar eru ekki af verri endanum en þau María Ólafsdóttir, Björgvin Ívar Baldursson, Emelía B. Óskarsdóttir og Alda Dís Arnardóttir skipa dómaranefnd Hljóðnemans.
Hægt verður að kaupa ýmis sætindi, pítsu og gos á keppninni og vonar NFS að sjá sem flesta mæta.
Allir eru velkomnir og miðaverð er aðeins kr. 1000 en almenningur borgar við hurð.