Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Almenningsklósett fríka mig út“
Birna Björg Davíðsdóttir. VF-mynd: Sólborg
Fimmtudagur 16. nóvember 2017 kl. 06:00

„Almenningsklósett fríka mig út“

-Birna Björg er FS-ingur vikunnar

FS-ingur:
Birna Björg Davíðsdóttir.

Á hvaða braut ertu?
Fjölgreinabraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaðan ertu og aldur?
Er fyrrum Breiðhyltingur og er 19 ára.

Helsti kostur FS?
Helsti kostur FS mun vera Sandra Ólafsdóttir.

Hver eru þín áhugamál?
Ferðast, tónlist, Lord of the Rings og Cafe Petite.

Hvað hræðist þú mest?
Ég hræðist mest að missa fólkið mitt og almenningsklósett. Þau fríka mig út.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Páll Orri, hann mun reka landið okkar einn daginn.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Kumasi Máni.

Hvað sástu síðast í bíó?
Kingsman 2.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Mér finnst vanta sushi í mötuneytið.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er jákvæð!

Hvaða app er mest notað í símanum hjá þér?
Pinterest.

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ef ég væri skólameistari myndi ég fækka borðum og reyna að útrýma þessari borðaskiptingu. Þannig það væri ekkert t.d. Grindavíkurborð heldur bara venjulegt borð.

Hvað heillar þig mest í fari fólks?
Húmorinn þeirra og góð framkoma.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Hef upplifað það betur en samt sem áður mjög skemmtilegt!

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Konunglegur smakkari.

Hvað finnst þér best við það að búa á Suðurnesjunum?
Norðurljósin.

Hvað myndirðu kaupa þér ef þú ættir þúsund kall?
Ég myndi kaupa mér lítinn Prince of Green með sítrónu á Jóa og djúsnum.

Eftirlætis-
Kennari: Bogi.
Mottó: Hakunamatata.
Sjónvarpsþættir: Friends/GOT
Hljómsveit/tónlistarmaður: Michael Jackson
Leikari: Kolbeinn Sveinsson
Hlutur: Ísskápurinn minn