Almenningshjól í Reykjanesbæ
Vodafone afhenti Reykjanesbæ reiðhjól, um miðjan júní, til notkunar fyrir almenning. Hjólin eru vinsæl og töluvert í notkun að sögn starfsmanns sundmiðstöðvarinnar við Sunnubraut. Reiðhjólin eru staðsett við sundmiðsöðina og eru aðgengileg öllum á opnunartíma laugarinnar.
Fólk skráir sig fyrir hjólunum og borgar 1000 kr tryggingagjald sem það fær svo endurgreitt þegar það skilar hjólinu.
Fyllsta öryggis er gætt því tryggingamiðstöðin útvegar reiðhjólahjálma sem fást afhentir í afgreiðslu sundlaugarinnar til notkunar með hjólunum.
Mynd: Reiðhjólin fyrir utan sundmiðstöðina við Sunnubraut. Víkurfréttir/IngaSæm