Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Almennileg við alla
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 2. apríl 2022 kl. 07:54

Almennileg við alla

Nadía Líf Pálsdóttir er sextán ára og kemur frá Njarðvík. Hún æfir körfubolta og er meðlimur unglingaráðs Fjörheima. Nadía Líf er að eigin sögn opin og áhugaverð. Henni finnst gaman að hitta vini sína og tala um stráka. Nadía Líf er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég er í 10. bekk.

Í hvaða skóla ertu?

Njarðvíkurskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?

Er alltaf annað hvort heima sofandi, á körfuboltaæfingu eða að hitta vini mína.

Hvert er skemmtilegasta fagið?

Ég myndi segja að það væri stærðfræði, þegar að ég skil hvað er í gangi.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Salvar, hann verður klárlega söngvari.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar að allt nemendaráðið var í feluleik og ég var búin að vera leita og leita heillengi af öllum en svo kom í ljós að þau voru búin að læsa mig inni í skólanum og biðu eftir mér í niðri við inngang skólans.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Yngvi kennari, hann er kóngur skólans.

Hver eru áhugamálin þín?

Að hitta vini mína, list og körfubolti. Svo er líka að tala um stráka mjög hátt á listanum.

Hvað hræðistu mest?

Að deyja. Ég veit að þegar að maður deyr gerist mögulega ekkert en það að hugsa um að deyja og að vera ekki lengur til er pínu óþægilegt.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Starlight með Dave eða Waves með Kanye West.

Hver er þinn helsti kostur?

Ég er almennileg við alla og frekar opin manneskja.

Hver er þinn helsti galli?

Pæli of mikið í hvað öðrum finnst.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?

TikTok og Spotify.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Þegar að fólk er ekki feimið og það er kostur ef það er auðvelt að detta í gott spjall.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Það er mjög góð spurning.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Áhugaverð.