Alltaf hoppandi og í stuði
FS-ingur vikunnar: Jökull Eyfjörð Ingvarsson
Nafn: Jökull Eyfjörð Ingvarsson
Aldur: 15 ára
Námsbraut: Viðskipta- og hagfræðibraut
Áhugamál: Körfubolti og tónlist
Jökull Eyfjörð Ingvarsson er fimmtán ára og er nemandi á viðskipta- og hagfræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann segir stefnuna fyrir framtíðina vera óskýra, eins og er ætlar hann að setja körfuboltaæfingar í fyrsta sætið en hann vonast til þess að verða annað hvort atvinnumaður í körfubolta eða leikari í framtíðinni.
Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS?
„Líklega af því að þetta er heimabærinn minn og ég þekki marga.“
Hvers saknar þú mest við grunnskóla?
„Einmitt núna sem busi fatta ég hversu þakklátur ég var fyrir Skólamat, það kostar alveg að borða í hádeginu ef þú tekur ekki með þér nesti.“
Hver er helsti kosturinn við FS?
„Örugglega fólkið, fólkið í þessum skóla er svo skemmtilegt og það er eiginlega aldrei leiðinlegt í tíma.“
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
„Ég var nú bara að koma í skólann en ég veit að félagslífið er eitt það besta á landinu.“
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
„Ég þekki nú Kiddababy, hann er frægur en það myndi örugglega vera Kristó vinur minn, hann er einn besti „barber“ á landinu.“
Hver er fyndnastur í skólanum?
„Það er eiginlega jafntefli á milli Mána Fifa (moonshine) eða Alla beikon þeir tveir fá mig alltaf til að deyja úr hlátri.“
Hvað hræðist þú mest?
„Það sem ég hræðist mest í heiminum er örugglega dauðinn sjálfur, kannski frekar leiðinlegt svar en ég vil ekki deyja.“
Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina?
„Heitt einmitt núna væri örugglega New Balance skór, ég get sagt að ég er að hoppa á þá lest en skítkaldur hlutur hlýtur að vera „skinny jeans“.“
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
„Vá, ekkert eðlilega erfið spurning. Uppáhaldslagið mitt væri annað hvort Time með Pink Floyd eða Afgan með Bubba Morthens.“
Hver er þinn helsti kostur?
„Minn helsti kostur er jákvæðni, ég reyni alltaf að vera jákvæður eða fyndinn, koma fólki í gott skap og hætta fýlunni.“
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
„Það er örugglega TikTok og Snappið, ég er samt mikill Clash of Clans-gæi og er mikið í því.“
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
„Stefnan einmitt núna er svolítið óskýr en ég er með körfuboltann og á meðan ég finn út úr því hvað ég vil verða þá verður körfuboltinn í fyrsta sæti.“
Hver er þinn stærsti draumur?
„Minn stærsti draumur er að verða atvinnumaður í körfubolta eða leikari, bæði hefur alltaf heillað mig.“
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju?
„Þetta kemur ekki frá mér sjálfum en ég er mjög sammála því að ég sé mikill „gormur“ því ég er einhvern veginn alltaf hoppandi og í stuði.“