Alltaf gott að fá góða steik
Páll Þorbjörnsson hlakkar til að sjá nýja uppbyggingu á Suðurnesjum og vill fá aðra matvörubúð í Grindavík
Grindvíkingurinn Páll Þorbjörnsson, fasteignasali var ekki lengi að svara spurningunni um það sem væri eftirminnilegast frá vetrinum sem er að líða. Auðvitað eru það jarðskjálftarnir. Honum stóð ekki á sama á tímabili.
– Hvað er efst í huga eftir veturinn?
Að fá súper sumarveður.
– Er eitthvað eftirminnilegt í persónulegu lífi frá vetrinum?
Þar sem ég er búsettur í Grindavík þá verð ég nú að nefna jarðskjálfta. Manni stóð ekki alltaf á sama.
– Hversu leiður ertu orðinn á Covid?
Þetta venst, leiður já, yfir því að við séum að fá upp smit.
– Ertu farin að gera einhver plön fyrir sumarið, ferðalög t.d. Ætlarðu til útlanda?
Planið er útlandaferð í haust og njóta Íslands í sumar.
– Hvað myndir þú gera ef heimurinn yrði Covid-frír í næstu viku?
Bóka ferð út, klárlega. Og hlakka til að sjá uppbyggingu aftur á Suðurnesjum.
– Uppáhaldsmatur á sumrin?
Það er alltaf gott að fá góða steik.
– Ertu mikill grillari? Hvað finnst þér best á grillið?
Svínið er oftast valið, lambið er ekki að heilla mig nema það sé fitulítið.
– Uppáhaldsdrykkur á sumrin?
Það fer allt eftir tíma sólarhrings.
– Hvert myndir þú fara með gest á Reykjanesinu (fyrir utan gosslóðir)?
Það er svo margt að skoða á Reykjanesinu frá Vígdísarvöllum og út á Reykjanestá. Ætli Gunnuhver væri ekki fyrir valinu.
– Hver var síðasta bók sem þú last?
Er ekki bókaormur.
– Hvaða lag er í uppáhaldi hjá þér núna?
Er eiginlega alæta, og ekki neitt eitt lag.
– Hvað viltu sjá gerast í þínu bæjarfélagi á þessu ári?
Klárlega að fjölga störfum, þá helst kvennastörfum, styrkja ferðaþjónustuna og eitt stk. matvörubúð.