Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Alltaf gaman í góðra vina hópi
Bryndís Gunnlaugsdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
laugardaginn 3. ágúst 2019 kl. 11:00

Alltaf gaman í góðra vina hópi

Bryndís Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin Grindvíkingur og var forseti bæjarstjórnar í Grindavík frá 2010 til 2014. Í dag býr hún í Kópavogi og starfar sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég ætla að vera róleg um Verslunarmannahelgina. Foreldrar mínir ætla út úr bænum yfir helgina og ég var að pæla í að nýta tækifærið og vera í húsinu þeirra í Grindavík. Grindavík er yndisleg um Verslunarmannahelgina, mikil ró og hægt að nýta tækifærið til að labba upp á Þorbjörn, kíkja í Selskóg, Bláa lónið og labba Hópsneshringinn svo dæmi séu nefnd. Svo er alltaf gaman að keyra Reykjaneshringinn í góðra vinahóp og stoppa á skemmtilegum áfangastöðum. Íslendingar eru oft óduglegir við að skoða sitt nánasta umhverfi og fínt að nýta tækifærið þegar allir er farnir á útihátíðir víða um land til að skoða Reykjanesið.“

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Ég held að eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin hafi verið fyrir ansi mörgum árum síðan þegar við vinkonurnar fengum lánaðan rúgbrauðsbíl og skírðum hann Pussywagon líkt og í Kill Bill og skreyttum hann vel. Skelltum svo dýnum í bílinn og brunuðum til eyja þar sem við sváfum fjórar saman í bílnum. Bíllinn vakti mikla eftirtekt í dalnum og við skemmtum okkur frábærlega. Síðan hef ég nokkrum sinnum farið á Þjóðhátíð á sunnudegi. Það er einstaklega minnisstætt þegar ég fór með foreldrum mínum og naut þess að sjá þau upplifa Þjóðhátíð í fyrsta sinn og einnig þegar ég og Rakel Viggós, vinkona mín, fórum óvænt á sunnudegi til eyja með Herjólfi úr Þorlákshöfn og vissum ekki hvernig við ættum að koma okkur heim. Við skemmtum okkur vel á Þjóðhátíð, tókst einhvern vegin að redda flugi yfir á Bakka á mánudegi og svo var húkkað far í bæinn. Ég veit varla hvort var meira ævintýri, Þjóðhátíð eða þessi bílferð sem var, svo vægt sé til orða sagt, óvenjuleg.“

Hvað finnst þér mikilvægast að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Góða vini. Það skiptir engu máli hvort Verslunarmannahelgi sé varið í Reykjavík, Grindavík, á Flúðum eða á Þjóðhátíð, það er alltaf gaman í góðra vinahópi.“