Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Alltaf eitt laust sæti fyrir óvæntan gest
Miðvikudagur 30. desember 2015 kl. 14:00

Alltaf eitt laust sæti fyrir óvæntan gest

Pólsk - íslensk jól

Jólahefðirnar eru æði misjafnar hér á landi. Fólk sem hefur flust hingað erlendis frá kemur með sínar eigin hefðir og fagnar jólunum með ýmsum hætti. 

Jakub Zarski fluttist til Íslands frá Póllandi þegar hann var eins árs. Jólin hjá honum og hans fjölskyldu eru pólsk og íslensk í bland. „Á aðfangadagskvöld höfum við hlaðborð með 12 réttum. Aðalrétturinn er fiskur. Vinsæll réttur eru lítil deig sem fyllt oftast með kjöti eða blöndu úr sveppum, sem við köllum ,,Pierogi.“ Við borðum þegar fyrsta stjarna á himninum kemur og eftir kvöldmatinn kemur jólasveininn með pakka. Upp úr miðnætti förum við svo í messu. Á aðfangadagskvöld höfum við alltaf eitt laust sæti og leggjum á borð fyrir óvæntan gest, en það er sérstök pólsk hefð. Á mínu heimili er þetta frekar blandað. Við fylgjum bæði pólskum og íslenskum hefðum. Það besta við íslensk jól hlýtur að vera að krakkar hafa þessa 13 daga þar sem fá eithvað í skóinn og auðvitað jólaölið.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pierogi er gómsætur pólskur réttur með alls kyns fyllingum.