Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Allt um yfirsýn og skipulag
Frá starfsemi Virkjunar.
Föstudagur 13. febrúar 2015 kl. 08:51

Allt um yfirsýn og skipulag

Fyrirlestur í boði Virkjunar

Betri yfirsýn og skipulag í rekstri heimilisins er meðal þess sem tekið verður fyrir á fyrirlestri á vegum Virkjunar þriðjudaginn 24. febrúar n.k. Þátttakendur fá verkfæri í hendurnar sem geta hjálpað þeim að stórbæta fjárhagstöðuna sína. 
 
Á fyrirlestrinum deilir fyrirlesarinn, Fanney Marín Magnúsdóttir, sinni persónulegri reynslu og lýsir á skemmtilegan en einlægan hátt hvernig þessi verkfæri hafa umbreytt hennar fjármálum og styrkt hana á svo marga aðra vegu. Höfundur námsefnisins er Garðar Björgvinsson.
 
Allir þátttakendur geta óskað eftir persónulegri ráðgjöf í formi einstaklingsviðtals. Sérstakur afsláttur er veittur þeim sem mæta á fyrirlesturinn.
 
Fyrirlesturinn, sem tekur ca 3 klst með hléi, byrjar kl. 11:00.
 
Skráning fer fram í móttöku Virkjunar eða í síma 426-5388. Takmarkaður fjöldi er í boði. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024