Allt um geirfuglinn í Keili

Hið nýstofnaða félag fuglaáhugafólks á Suðurnesjum efnir til fræðslufundar í Keili á Ásbrú í kvöld, fimmtudaginn 20. október kl. 20. Dr. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur, verður gestur fundarins og mun segja frá sögu og örlögum geirfuglsins.  Sem kunnugt er þá er talið að síðasti fuglinn í heiminum hafi verið drepinn við Eldey.  Er það rétt?  Hvers vegna dó hann út?  Hve stór var hann?  Eru til uppstoppuð eintök?  Þessum spurningum og fleirum mun dr. Kristinn svara á þessu kvöldi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Stjórnin.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				