Allt hreint!
Krakkarnir í 10.bekk Grunnskóla Grindavíkur tóku að sér að ganga um götur bæjarins og hreinsa upp ruslið sem hlóðst upp eftir eftir skotgleðina um áramótin. Þetta átak er hluti af námskeiði í skólanum um heimabyggðina og að læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Krakkarnir ætla að fara í ferðalag eftir samræmduprófin í vor, og mun sveitarfélagið þakka þeim aðstoðina við hreinsunina með framlagi í ferðasjóðinn. Alls hirtu þau upp rusl sem fyllti milli 40 og 50 ruslapoka, eða milli 200 og 250 kíló að þyngd.