Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Allir velkomnir í skátaskemmtun á laugardag
Fimmtudagur 22. október 2009 kl. 11:42

Allir velkomnir í skátaskemmtun á laugardag


Skátafélagið Heiðabúar stendur  fyrir skemmtidagskrá í skrúðgarðinum í Keflavík, frá kl. 13 til kl. 15 næstkomandi laugardag.
Þar verður m.a. aparóla, klifurveggur og fleira. Einnig verða vígðir nýir skátar.
Allir skátar, ungir og gamlir, fjölskyldur þeirra ásamt öllum Suðurnesjabúum eru boðnir velkomnir að taka þátt í skemmtuninni með skátunum.
 
Fálkaskátum, Dróttskátum og Rekkaskátum er svo boðið upp á skátasund í sundlauginni í Njarðvík (við hliðina á Njarðvíkurskóla) frá kl. 17:00 - 19:00 þennan sama dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024