Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Allir glaðir að vera lausir úr prísund
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 3. september 2022 kl. 06:08

Allir glaðir að vera lausir úr prísund

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis er nýflutt í Reykjanesbæ og lumar ekki á neinni minningu frá Ljósanótt því þessi hátíð verður sú fyrsta sem hún sækir. Guðbjörg tók frelsi eftir heimsfaraldur fagnandi og fór víða í sumar.

Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu eftir Covid án takmarkana?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég notaði sumarið mikið til útiveru í alls konar veðrum en svo fór ég aðeins til útlanda að finna sólina.“

Hvað stóð upp úr? 

„Að þurfa ekki sífellt að vera að passa sig og að vera meðvitaður um smithættu.

Það var líka svo létt yfir öllum og allir glaðir að vera lausir úr prísund.“

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar? 

„Hvernig allt er fljótt að fara í sama farið aftur. Við erum fljót að taka við okkur og fljótt að fenna yfir.“ 

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands? 

„Strandirnar. Ég er ættuð þaðan og það er alltaf eins og fara heim að fara þangað.“

Hvað ætlar þú að gera í vetur? 

„Verð líklega á kafi í vinnu þar sem samningar eru lausir og síðan ætla ég í nám.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt? 

„Mér finnst svona bæjarhátíðir algjör snilld. Þetta hristir fólk saman og gefur svo skemmtilegan blæ á bæjarlífið. Þetta er mín fyrsta Ljósnæturhátíð eftir að ég flutti í bæinn.“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt? 

„Ég ætla að fara í bæinn á fimmtudagskvöldinu. Hef heyrt að það sé mikið fjör þá. Síðan ætla ég á Aldamótatónleika. Ég er á namskeiði alla helgina og ætla að reyna að komast á sem flesta atburði samhliða því.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt? 

„Þetta er fyrsta hátíðin mín. Þannig að þetta er frumraunin.“