Allir geta sungið í kór
Hákon Leifsson tók við starfi organista við Keflavíkurkirkju í maí sl, en hann er staðgengill Einars Arnar Einarssonar sem er nú í ársleyfi frá störfum í kirkjunni. Hákon hefur stjórnað mörgum kórum um ára bil. Lengst var hann stjórnandi Háskólakórsins sem starfar við Háskóla Íslands en hann stjórnar einnig Vox Academica í Reykjavík, en hann er skipaður mörgum af eldri félögum Háskólakórsins.
Stór klassísk verk á vordögum
Að sögn Hákonar hefur kór kirkjunnar miklar skyldur að bera og þeir sem oftast syngja með
honum mæta allt að 150 sinnum á ári til starfa. „Starfið er þar af leiðandi þegar bundið við fastar athafnir og viðburði kirkjunnar. Þar verður litlu breytt. Ég þekki ekki kórinn af fyrri störfum hans og treysti mér ekki til að tala stefnubreytingu, við munum syngja og hafa gaman af. Við munum takast á við að minntsta kosti eitt stórt klassísk verkefni eftir áramótin og halda vortónleika í kirkjunni þegar vetri hallar“, sagði Hákon þegar hann var spurður að því hvort hann hyggðist breyta áherslum hjá kórnum.
Hjóna- og vináttubönd verða til
Æfingar ganga mjög vel og kórinn er vel mannaður, að sögn Hákonar en hann segir fólk vera frekar feimið við að syngja með kirkjukór. „Það heldur oft að nauðsynlegt sé að syngja við allar athafnir og að kórinn hreinlega éti frítíma þess. Það er vissulega rétt að stundum er álag á kórnum en það er alltaf svigrúm til þess að mæta þörfum og ástæðum manna í sínu einkalífi. Eins og er áhugi fyrir kórstarfinu og því ber að fagna“, segir Hákon og bætir við að kórstarf sé skemmtilegt og mörg dæmi þess að hjónabönd hafi orðið til innan kóra og vináttubönd.
Þarf svolitla þolinmæði
„Ég held líka að íslendingar eigi heimsmet í kórafjölda eins og svo mörgu öðru. Að heyra samstilltar raddir syngja af hjartans innlifun er nokkuð sem mun aldrei falla úr gildi á meðan lífsandi hreyfist meðal manna“, segir Hákon en í kór Keflavíkurkirkju eru nú um fjörutíu manns.
„Allir geta sungið í kór en það getur verið erfitt að byrja. Einkanlega að byrja að syngja í röddum. En eins og flest sem maður tekur sér fyrir hendur kemur þetta furðu fljótt. Það þarf svolitla þolinmæði. Ég þori að fullyrða að það er tekið vel á móti öllum í Kór Keflavíkurkirkju. Ég hef
tekið eftir því. Það er afar góður andi í kórnum.
Hverjir verða hápunktarnir hjá ykkur á aðventunni?
„Jólasveifla verður í krikjunni þann 9. og 16. desember þar sem Rúnar Júlíusson, Birta Sigurjónsdóttir og Guðmundur Hermannsson munu syngja jólalögin við undir leik ættaðri úr fjölskyldu Rúnars Júlíussonar. Svo eru það allar jólamessurnar. Þar verður mikið um einsöngvara og dýrðir“, segir Hákon og er auðheyrilega komin í jólaskap.
Stór klassísk verk á vordögum
Að sögn Hákonar hefur kór kirkjunnar miklar skyldur að bera og þeir sem oftast syngja með
honum mæta allt að 150 sinnum á ári til starfa. „Starfið er þar af leiðandi þegar bundið við fastar athafnir og viðburði kirkjunnar. Þar verður litlu breytt. Ég þekki ekki kórinn af fyrri störfum hans og treysti mér ekki til að tala stefnubreytingu, við munum syngja og hafa gaman af. Við munum takast á við að minntsta kosti eitt stórt klassísk verkefni eftir áramótin og halda vortónleika í kirkjunni þegar vetri hallar“, sagði Hákon þegar hann var spurður að því hvort hann hyggðist breyta áherslum hjá kórnum.
Hjóna- og vináttubönd verða til
Æfingar ganga mjög vel og kórinn er vel mannaður, að sögn Hákonar en hann segir fólk vera frekar feimið við að syngja með kirkjukór. „Það heldur oft að nauðsynlegt sé að syngja við allar athafnir og að kórinn hreinlega éti frítíma þess. Það er vissulega rétt að stundum er álag á kórnum en það er alltaf svigrúm til þess að mæta þörfum og ástæðum manna í sínu einkalífi. Eins og er áhugi fyrir kórstarfinu og því ber að fagna“, segir Hákon og bætir við að kórstarf sé skemmtilegt og mörg dæmi þess að hjónabönd hafi orðið til innan kóra og vináttubönd.
Þarf svolitla þolinmæði
„Ég held líka að íslendingar eigi heimsmet í kórafjölda eins og svo mörgu öðru. Að heyra samstilltar raddir syngja af hjartans innlifun er nokkuð sem mun aldrei falla úr gildi á meðan lífsandi hreyfist meðal manna“, segir Hákon en í kór Keflavíkurkirkju eru nú um fjörutíu manns.
„Allir geta sungið í kór en það getur verið erfitt að byrja. Einkanlega að byrja að syngja í röddum. En eins og flest sem maður tekur sér fyrir hendur kemur þetta furðu fljótt. Það þarf svolitla þolinmæði. Ég þori að fullyrða að það er tekið vel á móti öllum í Kór Keflavíkurkirkju. Ég hef
tekið eftir því. Það er afar góður andi í kórnum.
Hverjir verða hápunktarnir hjá ykkur á aðventunni?
„Jólasveifla verður í krikjunni þann 9. og 16. desember þar sem Rúnar Júlíusson, Birta Sigurjónsdóttir og Guðmundur Hermannsson munu syngja jólalögin við undir leik ættaðri úr fjölskyldu Rúnars Júlíussonar. Svo eru það allar jólamessurnar. Þar verður mikið um einsöngvara og dýrðir“, segir Hákon og er auðheyrilega komin í jólaskap.