Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Algjörar dúllur og krútt”
Þriðjudagur 26. október 2010 kl. 13:31

„Algjörar dúllur og krútt”


Þrír kennarar í Sandgerði, þeir Jóhann Jóhannsson, Arnoddur Magnús Danks og Örn Ævar Hjartarson fengu prik hjá fósturlandsins freyjum þar í bæ í gær. Það gerðu þeir með því að leysa konurnar af í Skólaselinu þegar þær luku vinnu kl. 14:25 eins og meginþorri íslenskra kvenna virðist hafa gert því eigi færri en 50 þúsund þeirra minntu á sig niður á Austurvelli í tilefni Kvennafrídagsins.

Þeir félagar eru fyrir vikið greinilega vel þokkaðir hjá konunum í Sandgerði því fréttavefurinn 245.is hefur eftir einni þeirra að þeir séu „Algjörar dúllur og krútt”. Miðað við þessi viðbrögð má reikna með að þeir félagar verði mörgum kynbræðrum sínum til eftirbreytni næst þegar kemur að Kvennafrídeginum.

Mynd/www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024