Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 20. nóvember 2001 kl. 01:43

Álftir í góðu yfirlæti á Fitjum!

Fuglalífið á Fitjum hefur verið okkur hugleikið síðustu daga og vikur. Á ýmsu hefur gengið í veðrinu en þrátt fyrir það ætla um 30-40 álftir og fjölmargar endur að halda til á tjörnunum á Fitjum.
Þá hefur fálki gert sig heimakominn á Fitjum þó svo ekki hafi borist fréttir af honum í viku.Bæjarbúar eru líka duglegir að fóðra þessa fiðruðu vini. Vart má stöðva bifreið þá eru álftirnar mættar á svæðið í góðri trú um að fá brauðmola. Einhvarstaðar er sungið um að kasta brauðmolum í hausinn á öndum og eitt er víst að það gerist æði oft á Fitjum. Hins vegar vantar að bæta aðstöðuna við tjarnirnar en bæjaryfirvöld hafa lofað bót.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024