Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 3. maí 2001 kl. 03:12

Álft truflar umferð

Það varð uppi fótur og fit á Víkurbrautinni í Grindavík þegar álft ein mikil og bústin stöðvaði alla umferð og taldi sig eiga fullan tilverurétt þarna innan um blikkbeljurnar. Hópuðust krakkar að til að kenna henni umferðarreglurnar og tókst að lokum að koma henni af veginum án teljandi vandræða. Ekki fer fleiri sögum af því hvað álftinni gekk til en vel gæti verið að hún hafi verið í makaleit eða þá að þetta hafi verið heimilisvön álft að skoða mannlífið í Grindavík.

Vísir.is greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024