Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Álfar og forynjur á kvöldstund
  • Álfar og forynjur á kvöldstund
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 13:00

Álfar og forynjur á kvöldstund

– með Kór Keflavíkurkirkju

Að þessu sinni verður kvöldstund með kórnum tileinkuð álfum, tröllum og forynjum og verða konur í aðalhlutverki í Kirkjulundi í kvöld kl. 20:00.

Kórfélagar stíga á stokk, konur taka lagið og boðið verður upp á kaffi og kruðerí í notalegri kaffihúsastemmningu. Kynnir kvöldsins Kristján Jóhannson tengir þetta allt saman á léttu nótunum og tekið verður á móti frjálsum framlögum í ferðasjóð kórsins.

Verslunarmannafélag Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis styðja við kvöldstund með kórnum að þessu sinni og bjóða gestum að njóta.

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024