Aldrei leiðst á 50 ára starfsferli
Unnur Þorsteinsdóttir hóf störf í Apóteki Keflavíkur, vorið 1962 þá 17 ára gömul. Þá var Johan Ellerup apótekari á staðnum. Síðan kom Benedikt Sigurðsson og á eftir honum Sigurður Gestsson. Síðan breyttist nafnið í Lyf og heilsa Keflavík. Allan þennan tíma hefur Unnur staðið vaktina við Suðurgötu 2 í Keflavík.
Síðastliðinn föstudag var svo komið að síðasta starfsdeginu hjá Unni enda varð hún 67 ára gömul á aðfangadag fyrir viku síðan og því komin á eftirlaunaaldur. Það er sannarlega einstakt að Unnur hafi allan sinn 50 ára starfsferil unað sér vel á sama stað en hún segir sjálf að hún hafi alla tíð haft gaman af vinnunni og andinn ávallt verið frábær á vinnustaðnum. Nánara viðtal við Unni mun birtast í næsta blaði Víkurfrétta sem kemur út þann 10. janúar.
Unnur ásamt samstarfsfélögum sem kvöddu hana með söknuði.