Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Aldrei jafn hræðilegt á Heiðarseli
Hrekkjavakan er gengin í garð á Heiðarseli.
Þriðjudagur 31. október 2017 kl. 11:14

Aldrei jafn hræðilegt á Heiðarseli

Starfsmenn Heiðarsels gerðu sér glaðan dag í tilefni Hrekkjavöku og skreyttu kaffistofuna sína,  ásamt skrifstofu leikskóla- og aðstoðarskólastjóra. Þetta er árleg hefð hjá leikskólanum en ásamt því að skreyta aðstöðuna mæta nemendur í búningum og einnig starfsfólk leikskólans, en þetta er liður í því að efla starfsandann og þjappa hópnum saman.


Skreytingarnefndin, þær Hafrún, Valla og Ólína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á hverju ári toppar skreytingarnefndin sig og árið í ár er það besta að mati nefndarinnar. Þá mæta starfsmenn einnig með kræsingar sem eru hræðilegar en bragðgóðar. Blaðamenn Víkurfrétta mættu skelfingu losnir á Heiðarsel og smelltu nokkrum myndum af kaffistofunni og skreytingunum.

 

Hrekkjavaka Heiðarsels