Aldrei fleiri viðburðir á Menningarviku Grindavíkur
- tónlist, menning og listir og margt fleira
Menningarvika Grindavíkur verður haldin 14.-22. mars n.k. en þetta er sjöunda árið í röð sem þessi veisla fer fram. Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá. Menningarvikan hefur í sjálfu sér aldrei farið hátt á landsvísu en hefur fyrir löngu skipað stóran sess í menningarlífi Grindvíkinga og vaxið ásmegin á hverju ári. Grindavíkurbær náði þeim merka áfanga í byrjun árs að íbúafjöldi fór í fyrsta skipti yfir þrjú þúsund og því er sannarlega ástæða til að gleðjast.
Tónleikar, myndlistasýningar, skemmtidagskrár, námskeið og fjölbreyttir viðburðir eru í aðalhlutverki þar sem framlag heimafólks er í öndvegi en til Grindavíkur koma margir góðir gestir til að sýna og skemmta, m.a. frá vinabænum Piteå. Menningarvikan verður með fjölþjóðlegum blæ og kemur fjölmenningarráð Grindavíkur að skipulagningu nokkurrra viðburða í fyrsta sinn. Dagskrána í heild sinni má sjá hér: http://www.grindavik.is/v/
Harpa Pálsdóttir danskennari fær Mennningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2015 við hátíðarlega athöfn í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 laugardaginn 14. mars nk. við setningu Menningarviku. Þetta var einróma samþykkt í frístunda- og menningarnefnd en Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu hér í Grindavík hartnær fjóra áratugi.
Sunnudaginn 22. mars kl. 20:00 verður spjalltónleikaröðin Af fingrum fram í sal tónlistarskólans í Grindavík en þetta er hluti af Menningarvikunni. Hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin í Salnum, Kópavogi. Gestgjafinn, Jón Ólafsson, hefur fengið til sín þekktustu tónlistarmenn landsins og farið með þeim í gegnum ferilinn auk þess að heyra sögurnar á bak við lögin. Gunnar Þórðarson þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en hann fagnaði á dögunum 70 ára afmæli.
Hér má sjá það helsta sem verður á boðstólum í Menningarviku Grindavíkur 2015:
Myndlista- og ljósmyndasýningar:
Pálmar Örn Guðmundsson
Eduard Belsky frá Úkraníu
Viðburðir & tónleikar:
Menningarverðlaunin 2015
100 ár frá kosningarétti kvenna á Íslandi
Og margt fleira
Sture Berglend frá Svíþjóð
Handverksfélagið Greip
Helga Kristjánsdóttir
Serhiy Savchenko frá Úkraníu
Alexandr Zabavchik frá Hvíta Rússlandi
Tinna Hallsdóttir
Leikskóla- og grunnskólabörn
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Minja- og sögufélagið
Flagghúsið
Aðal-Braut
Kvikan
Léttmessa
Jazztónleikar með TRIO NOR
Peter O Ekberg og Alicia Carlestam
Siggi Stormur
Lína langsokkur
Dagbjartur Willardsson og Ásgeir Ásgeirs
Og allir í kór! Söngkvöld í kirkjunni
Árshátíð Grindavíkurbæjar
Blústónleikar Vinir Dóra
Reggie Óðins og hljómsveit
Færeyskur dagur - Norræna félagið
Jón Ólafsson og Gunnar Þórðarson
Kútmagakvöld Lions
Konukvöld körfuboltans
Ýmislegt skemmtilegt:
Fjölmenningarhátíð
Ný íþróttamiðstöð til sýnis
Safnahelgi á Suðurnesjum
Pottaspjall bæjarfulltrúa
Sköpun tónlistar á snjalltæki
Bangsaskoðun
Hönnun á heimaslóð
Fjöltefli
Söguganga um Staðarhverfið
Traktors- og bílasafn Hermanns í Stakkavík
Listasmiðja fyrir börn
Bókasafnið, kyninng á rithöfundum
SNAG dagur Golfklúbbsins
Upplestur á Bryggjunni
TAPAS námskeið